mánudagur, mars 13, 2006


Þá er fyrsta kennsludeginum lokið hjá manni í þessari tveggja vikna æfingakennslu.
Allt gekk eins og í sögu þó svo einni hafi verið hrint á töfluna og á ruslatunnu og hún svarað fyrir sig með hnefahöggi, einn tekið karate spark á milli herðablaðanna á einum og ein komið úr frímínútum með sprungna vör.
Þetta þykir ekki mikið í þessum bekk.
Spurning um að fjárfesta í stuðbyssu og gefa þeim bara raflost ef þau eru með stæla. Það færi allavega betur með röddina.

6 Comments:

At 18:00, Blogger ... said...

ertu ekki að grínast??? hahaha!!! í mínum bekk var það alvarlegasta sem gerðist að einn strákurinn sakaði eina stelpuna um að hafa ýtt sér við fatahengið...þegar rætt var við stúlkuna kom í ljós að hún hafi alls ekki ætlað að sér það...hún hafði bara beygt sig snögglega og afturendinn rekist í strákinn...allir sættust og málið leyst

 
At 22:59, Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha, það er ekkert smá! En frábært að þú sért farinn að blogga aftur!!! Ég fylgist með!

 
At 12:48, Blogger Bryndís said...

Hahaha...mér líst vel á stuðbyssuplanið...það var nú alltaf verið að röfla um það í íslenskunni í fyrra að við ættum umfram allt að spara röddina manstu?! svo er það náttla líka bara svo gaman....ég nota svona óspart á mín sko þegar þau eru óþæg....

 
At 14:21, Anonymous Nafnlaus said...

Stun gun og maze og þá ertu góður. Sýna þessum grísum hvar Atli keypti ölið

 
At 19:44, Blogger ... said...

jafnvel spurning um að fá sér nokkra öl áður en þú heldur út í óvissuna á hverjum morgni...mæta svona aðeins léttur...held það geti gert góða hluti;)

 
At 20:39, Blogger Heidrun said...

kominn med annad blogg?? ..og madur ekki einu sinni latinn vita! Eg fylgist med :)

 

Skrifa ummæli

<< Home