miðvikudagur, mars 15, 2006


Var að borða geðveikt góða pítsu sem Guðný gerði en setti soldið mikið af hvítlauksolíu.
Finnst ég hafa heyrt að til að losna við andfýlu(hvítlaukslykt) sé hægt að borða smá kanil. Þá bara smá, ekki eins og í 70 mínútum.
Er það bara rugl í mér?
Krakkarnir verða líklegast bara að þola andfíluna á morgun.
Það er ekki eins og þau séu ekki vön hinni klassísku kaffi og sígarettu andfýlunni og þar sem ég nota hvorugt þá má ég éta hvítlauk.

7 Comments:

At 20:15, Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að það sé steinselja sem drepur hvítlaukslyktina, kanill dregur úr verkjum eftir ofát og lækar blóðsykurinn;)

Annars bara aða kvitta fyrir að hafa rekist á bloggið þitt, ég ætla að fá mér bjór í kvöld svo að ég vona að hvítlaukslyktin þín yfirgnæfi bjórlyktina mína;))))

Kv. Steinunn

 
At 11:10, Anonymous Nafnlaus said...

Ekki var búið að segja mér, uppáhaldsmágkonunni, af nýja blogginu! En ég er ánægð með þig. Mun fylgjast náið með í framtíðinni, set þetta strax í favorites...
Gangi þér vel með ormana í kennslunni!

 
At 14:30, Anonymous Nafnlaus said...

Fáðu þér bara einn ferskan chilli rétt fyrir tíma. Efast um að nokkur krakki hugsi um andfýlu þegar þeir sjá þig eldrauðann í framan upp við töfluna

 
At 17:51, Blogger ... said...

hef ekki hugmynd atli minn...en prófaðu bara bæði kanil og steinselju...annað hvort hlýtur að virka held ég...

 
At 21:07, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Atli.. það er steinselja sem tekur hvítlaukslyktina:o)

Gaman að rekast á bloggið þitt...

Vona að allt sé að ganga vel í kennslunni!

 
At 09:01, Anonymous Nafnlaus said...

Þú ættir að setja upp húsráðshorn s.s. að losnavið andfýlu, tálfýlu, bletti úr teppum o.s.frv. fáðu heiðar snyrti í lið með þjer.

KáEssPé

 
At 18:02, Blogger Atli said...

Hef heyrt markt gott um sódavatn sem blettahreynsi og svo gerir mæjones líka góða hluti.
Spurning um að hafa það í fyrsta þættinum.

 

Skrifa ummæli

<< Home