laugardagur, mars 18, 2006

Attack of the killer parrot.
Ég og Guðný kíktum í Dýraríkið í dag og ég gerðist svo frakkur að hleypa páfagauk upp á öxlina á mér. Í fyrstu var það mjög skemmtilegt og hann svona sniffaði af eyranu á mér en svo vildi hann fá að smakka gleraugun mín þannig að ég lét þau fljótt hverfa.
Ekkert að því að greyjið skoði gleraugun.
Næst tók hann þá upp á því að reyna að narta í mig og fannst mest spennandi skrítni dökki bletturinn á hálsinum á mér...svokallaður fæðingarblettur.
Eins og oft vill verða með fæðingabletti þá vildi hann ekki losna svo auðveldlega en páfagaukurinn gafst ekki upp og hélt hann áfram að reyna að gogga hann af hálsinum á mér.
Á meðan reyndi ég að halda kúlinu og leyfa Guðnýju að ná góðri mynd í símann sem tók heila eilífð fyrir mér.
Loks gafst ég upp á skerandi sársaukanum í hálsinum og spurði afgreiðsludömuna pent hvort að það væri ekki einhver mannúðleg leið til að ná þessum fiðurfénaði af öxlinni á mér áður en hann æti mig lifandi.
Hér getið þið séð þessa hryllilegu árás í myndum.

2 Comments:

At 08:48, Anonymous Nafnlaus said...

Hehehehehe góður

 
At 21:19, Blogger Heidrun said...

Jesus Atli! YOU live on the edge!! ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home