mánudagur, mars 20, 2006

Er ég sá eini sem tek alltaf stuttbuxurnar út úr fataskápnum og skelli mér í þær og kíki svo til veðurs?
Það er alveg að koma sumar en eins og venjulega kemur svona þokukuldarigningasnjókomubull!
Er að spá í að mæta bara í stuttbuxum og með sólgleraugu næsta mánudag og láta mig bara hafa það ef það frís undan mér.

4 Comments:

At 21:41, Blogger ... said...

tek þátt í þessu með þér...það er ekki eins og ég þurfi hvort sem er að nota þetta litla sem er undir mér...

 
At 16:09, Blogger Atli said...

mætum á mánudaginn og svo skulum við grilla líka í hádeginu til að mótmæla veðrinu.
Það ætti að kenna því!

 
At 18:32, Blogger Bryndís said...

ég mótmæli veðrinu á hverjum degi svona....kannski ekki alveg með stuttbuxum en svona næstum því...það eina sem ég hef uppskorið er kvef og vesöld...veðrið er bara ósvífið og alveg sama er ég farin að halda....

 
At 08:55, Anonymous Nafnlaus said...

....og ég sem hélt að það væri komið grillveður og það í mars!

 

Skrifa ummæli

<< Home