laugardagur, apríl 15, 2006

Mt. Everest hvað!?
Í dag var farið í stóran almenningsgarð í Róm með vatni í miðjuni og einhverjum brjáluðum fossum sem runnu ofan í það og gosbrunnar út um allt.
Rétt þegar við vorum að komast þangað þá varð á vegi okkar götumarkaður. Æj æj. Þar misstum við Guðnýju í svona einn og hálfan tíma og sópaði hún að sér alskyns dýrgripum. Ég hinsvegar keypti mér forlátar stuttbuxur sem kostuðu 180 kr. og spókaði mig um í þeim einum fata í garðinum eins og sannur fölbleikur Íslendingur. Eftir smá sólbað var farið á hjólabát og þar sem nær engir túristar eru komnir í borgina vorum við ein á vatninu að spóla í kringum gosbrunna.
Síðan hófst alvaran. Eftir smá ís átti að fara að finna einhverja verslunarmiðstöð. Eftir 3 tíma, nokkrar lestarferðir og örugglega 20 km göngu í steikjandi sólinni gáfumst við upp og fórum heim.
Bara fyrir þá sem eru að fara að ferðast. Verið með kortaBÓK ekki svona kort sem flettist út. Að standa eins og hálfviti með risastórt kort sem þrír þurfa að halda er ekki kúl og bíður upp á bögg frá vasaþjófum og betlurum.
Best að fara að grilla ódýrt eðalkjöt og drekka ódýrt vín og safna kröftum.
Á morgun er nefnilega stærsti útimarkaður Evrópu og þar þarf ég mikla þolinmæði því Guðný er búin að bíða eftir þessu síðan fyrir tveimur árum þegar við voru hérna seinast.
Og fyrir þá sem voru að spá hve heitt það er þá er klukkan sjö og sólin að setjast og mælirinn sýnir 21.3 gráður.

3 Comments:

At 14:40, Anonymous Nafnlaus said...

bastarður jeg sit hjerna sveittur að skrifa ritgerð um stjórnmálaflokka á páskadag sveiattan

KáEssPé

 
At 11:35, Blogger addibinni said...

Það sem er á suma lagt! Við danir vorkennum þér rosalega Atli minn fyrir þessa þjáningar sem á þig eru lagðar og vonum að þú komist heill í gegn. Góða skemmtun að versla litla stelpa. ;)

 
At 21:34, Blogger Heidrun said...

jiiiii hvað þetta hljómar vel! Ég sem var svo lukkuleg með að geta verið úti á peysunni í fyrsta sinn í dag.. England greinilega ekki svo tropical

 

Skrifa ummæli

<< Home