Sólin er að steikja mig trallalalala...
Já hér er nú blessuð blíðan.
Búið að vera um og yfir 20 gráður síðan við komum og sólgleraugun varla tekin niður nema rétt til að leggja höfuðið á koddann.
Við erum að bralla ýmislegt. Rölta um miðbæinn, fara á götumarkaði og borða ís.
Á morgun er stefnan sett niður á strönd svona til tilbreytingar.
Annars var ég vitni af tveimur skemmtilegum hlutum í fyrsta skipti.
Það fyrra var á flugvellinum á Stansted á meðan við biðum eftir fluginu til Rómar. Þá settist einhver róni við hliðina á mér í sólinni við stórann glugga. Sólin var nokkuð sterk og á gólfinu lá stór súkkulaðibiti sem var hálf bráðnaður. Ég renndi hýru auga til bitans enda páskaeggjarveikin farin að kvelja mann. Ég leit þó undan í andartak og þá var róninn búinn að ræna bitanum af gólfinu fyrir framan mig og sat þarna og sleikti puttana. Helvítis þjófurinn!
Svona núna áðan var ég einn að versla í matinn í matvörubúð hér í bæ.
Ég var í miðju kafi við að finna e-ð ætilegt þegar mjög Ítölsk miðaldra kona í pels og með svaka sólgleraugu varð á vegi mínum á einum ganginum. Hún brosti til mín og ég brosti og þóttist ekki ætla að troða mér framhjá. Fannst það soldið dónalegt. Ákvað bara að bíða og þóttist skoða í hillunni. Hún rölti af stað og ég á eftir en allt í einu byrjar jörðin að nötra. Mafíufrúin hafði rekið kröfuglega við beint á saklausan Íslendinginn fyrir aftan sig. Mér brá en ég lét sem ekkert væri og reyndi að hlæja ekki en hvað gerir hún þá! Hún prumpar aftur og aftur og aftur! Hún bremsaði bara þarna eftir ganginum hjá ólivolíunum hátt og greinilega eins og ekkert væri sjálfsagðara!
Þá tók ég á sprett fyrir hornið og hláturinn glumdi um búðina. Ég hló á íslensku þannig að hún skildi örugglega ekkert.
Já það er margt sem kemur á óvart í Rómarborg.
Kv. Atlius Sólbleikus
4 Comments:
Öfunda þig ekki neitt Atli! Það er líka sól hérna ;)
Já þú bara að blogga þú þarna! Á dauða mínum átti ég von! Og þú bara í útlöndum! Hef nú ekki séð þig síðan í Nam, bætum kannski úr því þegar þú kemur heim ha, vantar einhvern til að leggja í einelti.
Já Eva mín. Ég þarf að kíkja til þín. Þú býrð nú bara í næstu götu, næstum.
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Skrifa ummæli
<< Home