þriðjudagur, apríl 18, 2006

When in Rome...
Þá er farið að styttast í heimferðina. Það er ekki búið að vera eins mikil sól seinust tvo daga en samt 20 gráðu hiti. Á morgun á þó að vera mikil sól og yfir 25 gráður. Þá er stefnan tekin niður á strönd eða í vatnsleikjagarð.
Við erum búin að flakka mikið um borgina á bíl, strætó, metro og gangandi. Í dag fórum við í dýragarðinn og þar var mikið fjör. Ljónið öskrandi og flóðhestranir að slást.

Svo var einn asni í stuði. Hér er mynd af tólinu hans sem hann var að viðra.

Eftir svona sjón varð maður að fá sér ís.

Svo varð maður auðvitað að skoða allar rústirnar og hér er ég á hinum upprunalega Appia antica sem er 2000 ára gamall vegur sem Rómverjar lögðu niður eftir allri Ítalíu.

Það er munur að hafa alla þessa þræla.
Spurning um að lögleiða þrælahald heima og klára að malbika allan hringveginn og vestfirðina í leiðinni.

2 Comments:

At 13:41, Anonymous Nafnlaus said...

Flottar myndir... sérstaklega þessi af tólinu.

 
At 10:33, Blogger Mæja tæja said...

Shit hvað þú ert alveg eins og ítalskur gaur á myndinni með ísinn!!

 

Skrifa ummæli

<< Home