fimmtudagur, maí 04, 2006


Ég var að spá í hvort ég væri einn um það að...
Þegar ég er að keyra sem er ekki það oft og einhver er með mér í bílnum og við erum að tala mikið saman eða þá að ég er að segja frá einhverju og svo púff...maður er allt í einu kominn á leiðarenda.
Það er ekkert slæmt að þetta líði hratt en það sem verra er þá man ég næstum ekkert eftir ferðinni og hvernig ég kom okkur þangað.
Þá er ég ekki að meina að ég sé alveg tómur og muni alls ekkert heldur svona líður þetta hjá án þess að ég taki eftir neinu. Ég bara keyri án þess að hugsa!
Oft þá hugsa ég eftirá...sjit djöfull var ég heppinn að lenda ekki í neinu.
Um daginn sótti ég m & p á flugvöllinn og í bakaleiðinni þá voru þau að segja mér frá ferðinni og ég að segja þeim hvað gerðist í Róm og allt í einu vorum við komin heim! 45 mín. horfnar!
Kannski er bara fínt að ég sé á strætó.

7 Comments:

At 16:46, Blogger addibinni said...

Atli minn, ég segi þér það í algerum trúnaði að þegar ég er með þér í bíl+sögu að þá er ég einmitt aldrei fegnari en þegar á leiðarenda er komið! :)

(Þá náttúrulega af því ég kemst ekki að með mínar eigin sko!)

 
At 18:04, Blogger Atli said...

Ætli það sé ekki hægt að taka einhverja pillu við þessu.
Það eru til pillur við öllu.
Arnór þú kaupir pakka af þessum pillum þarna út, það fæst allt í útlöndum.

 
At 12:04, Blogger Heidrun said...

eg hef aldrei sed tig keyra atli .. er tad ekki skrytid?

 
At 17:56, Blogger Atli said...

Þú segir nokkuð Heiðrún.
Þú ert nú ekkert að missa af miklu ef þú ert að hafa áhyggjur af því.

 
At 10:42, Anonymous Nafnlaus said...

Nei nei þetta er algengt Atli minn, fólki finnst svo eðlilegt að keyra að undirmeðvitundin sér um að allt sé í góðu lagi. Þetta kemur meira segja fyrir mig stundum þegar ég er að fljúga!

 
At 10:26, Anonymous Nafnlaus said...

Ert þú semsagt einn af þeim sem ég tryllist út í þegar ég er að keyra?

 
At 11:40, Blogger Atli said...

Nei nei ég keyri alveg eðlilega en bara tek ekki eftir því sem ég er að gera.
Viltu far?

 

Skrifa ummæli

<< Home