miðvikudagur, maí 10, 2006

Nú er maður byrjaður að læra fyrir seinna prófið sem er Rúmfræði.
Það er þó margt annað sem maður er með hugan við og aðaleg þá sumarið.
Ég er búinn að ákveða að slá bróðir mínum út í grillöfgum og reyna að grilla minnst þrisvar í viku.
Örn var með yfirlýsingar seinasta vor sem ég held að hann hafi enganvegin staðið við.
En á þessum bænum er grillun tekin alvarlega og var grillað í gær og svo er græjan að hitna í þessum töluðu orðum.
Það er bara svo miklu skemmtilegra að standa við grillið en inn í eldhúsinu og svo skiptir varla máli hvað maður gerir við matinn hann er alltaf góður grillaður!
Verst hvað sumarið er stutt, kannski maður grilli bara fram að jólum í ár. Það er ekkert sem segir að það megi ekki. Þetta er eins og þær kjánalegu reglur að drekka bara jólaöl á jólunum og borða bara páskaegg um páskanna! Það er fáránlegt! Ef eitthvað er gott þá á ekki bara að borða það einu sinni á ári og éta svo hafragraut og skyr restina af árinu.
Þá segir alltaf einhver "Þetta er svo gott af því að maður fær þetta svo sjaldan. Að borða það oftar myndi skemma tilfinninguna og gleðina" BULL!
Ég ætla að fara að gera uppreisn gegn svona rugli og í haust þegar snjórinn byrjar að falla ætla ég að standa við grillið og sötra malt og appelsín.
Næstu páska ætla ég svo að kaupa kassa af páskaeggjum og gæða mér á því í sólbaði um sumarið.
Hafiði það!

8 Comments:

At 18:50, Anonymous Nafnlaus said...

Góð hugmynd er að pælí að svolgra í mig kæstri skötu einu sinni í viku og drekka brennivín með því. Matarhefðir eru asnalegar!

 
At 19:28, Blogger Heidrun said...

svakalega erud tid fraendur villtir - tid erud rosalegir! Er tetta tvi tid farid svo oft i sund.. komnir med klor heila og farnir ad ruglast, eeeeehehehe

kv. Heidrun (med lelegasta humorinn)

 
At 19:00, Blogger addibinni said...

Það er rétt Atli minn, ekki láta neinn segja þér fyrir verkum, þú ert stór strákur og gerir það sem þú vilt!!!

I´m with you all the way....!

 
At 14:47, Anonymous Nafnlaus said...

Og hvenær á svo að bjóða manni í grill???

 
At 23:50, Anonymous Nafnlaus said...

Mig langar í grillmat:O)

 
At 23:05, Anonymous Nafnlaus said...

Það er eins gott að mér verði boðið í grill í sumar!

 
At 11:26, Anonymous Nafnlaus said...

Sammála Atli það á að grilla allt árið um kring. Hins vegar styð ég ekki páskaeggs át og jólaöls drykkju allt árið er hrædd um að ég fengi leið á því, fæ hins vegar ALDREI leið á grilli því það er jú svo marg sem hægt er að setja á grillið. En gleðilegt grill sumar ;-) og ár

 
At 13:24, Blogger Atli said...

Já þú um það Fjóla en gleðilega grilltíð.

 

Skrifa ummæli

<< Home