mánudagur, maí 22, 2006

Ái!
Var að klára fyrsta vinnudag sumarsins og ég var að vona að það myndi byrja á rólegu nótum en það var að sjálfsögðu ekki.
Það þýðir að ég var að pússa veggi og loft í allan dag. Kannski svipað og að skúra nema upp í loft og í staðin fyrir að draga úr skítnum þá var ég að auka hann.
Er því með svakalegar harðsperrur og blöðrur en búinn að snýta úr mér allt rykið.
Gleðilegt sumar eða hvað?

3 Comments:

At 13:19, Blogger Heidrun said...

oj

 
At 17:11, Anonymous Nafnlaus said...

Heyrru! Norðvestan gaddur, frost og hálfsmeters háir skaflar´hér á norðurhjara veraldar. Og ég kominn í byggingarvinnu ÚTI! Þetta kalla ég ekki sumar

 
At 23:32, Blogger Atli said...

Nú! Hvað varð um fiskinn?

 

Skrifa ummæli

<< Home