þriðjudagur, maí 08, 2007

Tilefni til bloggskrifa!
Já gott fólk maður er nú ekki búinn að skrifa oft hér en það hefur þó gerst þegar tilefni er til.
Nú er aldeilis tilefni því í dag skilaði ég seinasta verkefni mínu í Kennó og er því óformlega búinn með kennarann!
Ég er búinn að rembast í gegnum heila B.Ed. ritgerð sem er alveg einstaklega leiðinlegt ferli sama hvað námsþyrstir eldriborgarar segja. Maður er einfaldlega búinn að fá nóg eftir um 20 ára
skólagöngu.
Það er samt margt sem maður á eftir að sakna við skólan en það er aðalega það að hanga í matsalnum og spjalla frekar en mæta í tíma og læra.
Nóg um það. Veturinn loksins búinn og sumarið að koma.
Ég er búinn að finna stuttbuxurnar í fataskápnum og sólgleraugun. Nú er bara að bíða eftir að hitinn fari yfir 10 gráðurnar.
Best að enda þetta á mynd af flottustu frændunum. Maður er strax farin að kenna.



7 Comments:

At 12:31, Anonymous Nafnlaus said...

svalir frændur, og til hamingju með að vera búinn með ritg. Þú verður nú svo að fara að blogga meira!!

 
At 12:36, Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju! Þetta er snilld. Fáum okkur ís

 
At 01:37, Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku strákur! Ekki lengi að rumpa þessu af ;)

 
At 01:37, Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku karlinn.

Vertu nú góður við blessuð börnin, þau eru jú framtíð landsins.

með kveðjum úr Tuborg,
Arnór frændi.

 
At 20:28, Anonymous Nafnlaus said...

Stór tunga hjá þér kæri félagi, sjáusmt við ekki næstu helgi??

 
At 13:16, Blogger Atli said...

Jú við sjáumst næstu helgi alveg eld hressir

 
At 15:19, Anonymous Nafnlaus said...

Þú mátt uppfæra hjá þér linkinn okkar í http://www.fjolskylda.com

 

Skrifa ummæli

<< Home