þriðjudagur, september 19, 2006

Orðið hálf skammarlegt
Þurfti að skella nokkrum línum inn því þetta er orðið hálf skammarlegt.
Skólinn á fullu og allt það.
Vill bara koma því til Sigurjóns NYC-búa að ég er búinn að mála blokkina og því hef ég lausan tíma til að skrifa þessi orð.
Þar sem ég hef klárað þessa blokk ætla ég að bjóða fram krafta mína.
Ég verð laus í lok maí 2007 sem fullmenntaður grunnskólakennari eða Grunnskólakennslufræðingur eins og ég vill kalla það. Hljómar meira við hæfi.
Held að það eina sem vanti til að fá hærri laun er að skella -fræðinginum fyrir aftan.
Sjáum hvernig það fer.


9 Comments:

At 13:12, Anonymous Nafnlaus said...

Atli minn, þú veist að Vatnsberarnir taka það ekki í mál að þú flytjist búferlum út á land til að kenna einhverjum vitleysingaskríl. Það er nóg af skólum á höfuðborgarsvæðinu.

 
At 13:36, Anonymous Nafnlaus said...

já verst að pabbi hefur aldrei verið fyrir klíkuskap annars værirðu í góðum málum...

 
At 20:28, Anonymous Nafnlaus said...

Ertu þá kominn á pólverja-taxta í blokkarmálun?

 
At 20:38, Anonymous Nafnlaus said...

Ég sit hérna yfir surface og hugsa til þín Atli minn.......
Worst show ever!!!!!!!!!!

 
At 20:53, Anonymous Nafnlaus said...

vá djöfull ertu sætur!!

tékkaðu á síðunni okkar;);)

www.blog.central.is/pikufeisar

 
At 11:01, Anonymous Nafnlaus said...

Jæja Atli minn, ég verð að gefa þér aðra viðvörun núna. Þetta blogg er að gera útaf við mannorð þitt. Það er annað hvort að hysja upp um sig eða loka á þetta.

Ég vona auðvitað að buxurnar verði hysjaðar upp.

 
At 14:52, Anonymous Nafnlaus said...

Ef síðasta færsla á þetta blogg var orðin frekar skammarleg hvað verður þá næsta?

 
At 22:01, Anonymous Nafnlaus said...

Sýnist þetta vera búið spil. Blessuð sé minning þessa bloggs

 
At 19:41, Anonymous Nafnlaus said...

Tja, kannski er Atli bara búinn að gleyma slóðinni á bloggið. Spurning um að senda honum það í maili og sjá svo til hvað gerist...

 

Skrifa ummæli

<< Home