Lottótölur
Var að kíkja á síðu vinar míns hans Sigurjóns sem segir þar lottósögu.
Þá rifjaðist upp fyrir mér þegar ég ungur í pössun hjá ömmu og afa á Hól og mamma og pabbi voru í heimsókn hjá einhverjum í Hólminum.
Við vorum örugglega ekki eldri en 10 ára og okkur var falið það verkefni, ásamt ömmu og afa, að punkta niður lottótölurnar og athuga hvort við hefðum unnið.
Við höfðum aldrei fengið að gera þetta áður og vorum mjög spennt og vildum standa okkur vel.
Við skráðum tölurnar niður samviskusamlega og svo þegar við fórum yfir miðann þá ætluðum við að ærast. Þær voru þarna allar!
Ég kallaði á afa og ömmu og þau fóru yfir þetta og viti menn ég taldi rétt.
Við rukum í símann og hringdum í mömmu og pabba til að færa þeim tíðindin og þau ærðust af spenningi.
Þau ruku beint úr veislunni og voru búin að ráðstafa stórum hluta vinningsins áður en þau komu heim. Kaupa bíl, útanlandsferð.
Gleðin rann fljót af þeim þegar þau sáu miðann og að ég hafði merkt við tölurnar um allar trissur.
Mér var ekki treyst fyrir lottótölunum aftur.
8 Comments:
Blessaður bróðir!
Ég var að uppfæra nýju bloggslóðina þína á minni síðu. Gaman að sjá þig ganga í "blogger.com" klúbbinn. Bið að heilsa.
Þór
Hehe, man eftir þessu tilviki. Það var þá sem ég komst að því sama og þú að tölurnar þyrftu að koma allar í röð.
úff...þetta er soldið eins og að...tja...ég veit ekki hvað þetta er eins og...
...en svekkjandi er þetta...mjög svekkjandi...skrítið samt að afi þinn og amma hafi ekki gert neina athugasemd við þetta...
Jæja gamli minn
Veit ekki hve oft þú kíkir á 82 síðuna en allavegana þá er hittingurinn enn eftir 2 vikur og vonast til að þú mætir :)
Kveðja Inga
haha man eftir þessu...en ennþá fyndnara þegar þú fórst að grenja þegar við vorum lítil, því að Eyrún jenný átti bara tvö grá pils og eitt blátt og þú þurftir að vera í bláu. Sé þig ennþá með tár í augunum í stuttu bláu pilsi með tennis bolta fyrir brjóst og varalit...minnir að það hafi nú verið til mynd...
Vá hvað hefði verið leiðinlegt að vera ekki tvíburi
Ég verð að sjá þá mynd. Spurning um að koma henni til mín svo við getum sýnt hana á næsta lokahófi Vatnsberana. Atli í pilsi með tár í augunum... talandi um kodak moment
Þetta tengist allt fótboltanum. Var að reyna að fá þér með mér í bolta og varð að leika með þeim fyrst og var plataður í pils o.fl.
Man nú ekki eftir að hafa grenjað. Frekar grenjað yfir því að þær sviku mig og fóru ekki með mér í bolta eftir allt saman.
Þetta er hress saga en núna er kominn tími til að skrifa eitthvað annað Atli...
Skrifa ummæli
<< Home