miðvikudagur, janúar 10, 2007

Finnst eins og ég eigi að vera að gera eitthvað!
Guðný byrjuð að vinna alla daga og skólinn eiginlega byrjaður hjá mér en samt ekki.
Á að vera að vinna að lokaverkefni þessa viku en kemst ekki lengra nema funda með kennara og það er e-ð að dragast.
Þetta lokaverkefnis rugl er maður búinn að mikla svo fyrir sér. Alltaf heyrt um að í lok háskólanáms skrifar maður svaka ritgerð sem sumir verða geðveikir af að gera.
Svo eru þetta skitnar 3 einingar hjá okkur upp í kennó.
Ég sit því heima og bora í nefið og hugsa á ég ekki að vera að gera e-ð?
Þetta er örugglega tilfinningin sem rithöfundar fá þegar þeir vita að jólin nálgast og þeir eru ekki byrjaðir á bókinni sem endar í því að þeir skrifa e-ð drasl eins og "Draugar vilja ekki dósagos".
Það er samt ekki eins og einhver þurfi að kaupa ritgerðina mína.
Ég geri bara betur á morgun.

6 Comments:

At 21:24, Anonymous Nafnlaus said...

noh bara verið að blogga!! sko minn... vel á minnst er að gera þessa fokkíngs ritgerð og er að verða geðveikur í alvörunni! sögurnar eru sannar... maður verður geðveikur á að skrifa lokaritgerð, það er bara staðreynd. Annars minnir mig að ég hafi lesið ,,draugar vilja ekki dósagos", maaaan samt ekkert um hvað hún er. Af hverju dósagos?

 
At 13:02, Anonymous Nafnlaus said...

ég er að spá í að hætta bara eftir annað árið. Það er greinilega ekkert gaman að skrifa svona ritgerðir. Auk þess á ég í basli með 300 orða ritgerðir, hvað þá 50 blaðsíðna! En gaman að þú minntist á "draugar vilja ekki dósagos". Hvenær var hún gefin út?

 
At 23:19, Anonymous Nafnlaus said...

haha - ég man meira að segja hvernig myndin utan á bókinni var.. þannig að augljóslega hefur hún legið á náttborðinu hjá mér einhvern tímann! :)
...en án þess að ég vilji hljóma eins og grobbin og víðlesin kona, þá er þetta með lokaritgerðina eins og allar aðrar ritgerðir, maður spýtir í lófana þegar tíminn verður naumur og rumpar þessu af:) koma svo frændur, þið farið létt með þetta ;)

kv. frænka :)

 
At 11:08, Blogger Eygló Egils said...

Hahaha... þú ert fyndinn bloggari Atli! :-) Mín ritgerð í HÍ var líka "bara" 3 einingar... en nógu helvíti mikil vinna samt. . ekki það að ég vilji hræða þig, þetta kemur allt með kalda vatninu :-)
Gangi þér vel með skrifin.
Kveðja frá Köben. Eygló

 
At 13:01, Blogger Díana said...



http://ma4f.blogspot.com/

kv Díana

 
At 13:01, Blogger Díana said...



http://ma4f.blogspot.com/

kv Díana

 

Skrifa ummæli

<< Home