mánudagur, júní 12, 2006

Lottótölur
Var að kíkja á síðu vinar míns hans Sigurjóns sem segir þar lottósögu.

Þá rifjaðist upp fyrir mér þegar ég ungur í pössun hjá ömmu og afa á Hól og mamma og pabbi voru í heimsókn hjá einhverjum í Hólminum.
Við vorum örugglega ekki eldri en 10 ára og okkur var falið það verkefni, ásamt ömmu og afa, að punkta niður lottótölurnar og athuga hvort við hefðum unnið.

Við höfðum aldrei fengið að gera þetta áður og vorum mjög spennt og vildum standa okkur vel.
Við skráðum tölurnar niður samviskusamlega og svo þegar við fórum yfir miðann þá ætluðum við að ærast. Þær voru þarna allar!
Ég kallaði á afa og ömmu og þau fóru yfir þetta og viti menn ég taldi rétt.
Við rukum í símann og hringdum í mömmu og pabba til að færa þeim tíðindin og þau ærðust af spenningi.

Þau ruku beint úr veislunni og voru búin að ráðstafa stórum hluta vinningsins áður en þau komu heim. Kaupa bíl, útanlandsferð.
Gleðin rann fljót af þeim þegar þau sáu miðann og að ég hafði merkt við tölurnar um allar trissur.
Mér var ekki treyst fyrir lottótölunum aftur.