þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Liverpoolferðin hin fyrsta
Nú er maður kominn úr hressilegri ferð til Liverpoolborgar sem var einstaklega vel heppnuð í alla staði. Það eina sem hugsanlega vantaði uppá var mark í leikinn og þá helst frá Liverpool mönnum. Við svekktum okkur ekkert of lengi á því enda var stefnan frá upphafi að halda gleðinni gangandi hvað sem kæmi upp.
Það sem stóð einna helst uppúr í ferðinni verða þó að teljast sætin sem við fengum, því hefðum við verið einhverju nær vellinum hefðum við verið dæmdir rangstæðir!
Persónulega fannst mér þó best þegar ég var á leið inn á leikvanginn og við hlið mér stóð maður sem við höfðum verið að tala um aðeins andartaki áður. Það er einn þekktasti stuðningsmaður Liverpool hann Pete Sampara. Ég vatt mér að honum og spurði hvort ekki væri í lagi að smell eins og einni ljósmynd af kappanum. Úr varð þessi er prýðir þessa síðu.
Kannski maður sendi jólakort í ár.
Svo fyrir strákana sem voru með mér í ferðinni. Hér eru slóðir að myndböndunum sem ég tók upp á meðan á liverpoollaginu stóð:
http://www.youtube.com/watch?v=yncB5CyIXFM
http://www.youtube.com/watch?v=NzrxApmzctY
Klárlega myndalegustu mennirnir á Anfield þennan dag!


fimmtudagur, febrúar 01, 2007


Who the fuck are Man utd.!!
Er á leiðinni á Anfield á morgun því á laugardaginn er leikur Liverpool og Everton.
Þar hefur Þór bróðir reddað mér og nokkrum frændum og vinum úr Hólminum snilldar sætum. Við erum að tala um fremstu röð á svæði nr. 107 í Kop stúkunni!
Fyrir þá sem ekki vita þá er Kop stúkan fyrir heimamenn og túristar venjulega hafðir annarstaðar. Þetta gerist því ekki betra. Ef einhver prumpar inná vellinum komum við til með að finna lyktin! Við verðum það nálægt!