fimmtudagur, mars 30, 2006

Hvað er að gerast! Er ég kominn með alvarlegan augnsjúkdóm!

Eða bara nýjustu Nike MaxSight linsurnar sem eru sérhannaðar fyrir íþróttaiðkun.
Fæst í Plúsmínus Optic á Suðurlandsbraut hjá öðlingunum Örvari og Frigga.

þriðjudagur, mars 28, 2006

Afmælisbarn dagsins er Kristinn Breiðfjörð Þórsson!!!!!
Þessi hvíthærði víkingur er 8 ára í dag.
Hann fær afmæliskveðjur frá Atla frænda og Guðnýju á Íslandi sem fá piltinn í heimsókn um þar næstu helgi.
Þá verður glatt á hjalla.

föstudagur, mars 24, 2006

Þá er maður loksins búinn með æfingakennsluna.
Þetta voru tvær nokkuð strembnar vikur en þó lærdómsríkar.
Get ekki sagt að það freisti mín mikið að kenna þessum aldri(3.bekkur) en það er aldrei að vita.
Nú tekur venjubundið nám við með sínum frumlegu verkefnum og ritgerðum.
Get ekki beðið eftir næsta tíma á mánudaginn svo ég geti skrópað og sofið út.

mánudagur, mars 20, 2006

Er ég sá eini sem tek alltaf stuttbuxurnar út úr fataskápnum og skelli mér í þær og kíki svo til veðurs?
Það er alveg að koma sumar en eins og venjulega kemur svona þokukuldarigningasnjókomubull!
Er að spá í að mæta bara í stuttbuxum og með sólgleraugu næsta mánudag og láta mig bara hafa það ef það frís undan mér.

laugardagur, mars 18, 2006

Attack of the killer parrot.
Ég og Guðný kíktum í Dýraríkið í dag og ég gerðist svo frakkur að hleypa páfagauk upp á öxlina á mér. Í fyrstu var það mjög skemmtilegt og hann svona sniffaði af eyranu á mér en svo vildi hann fá að smakka gleraugun mín þannig að ég lét þau fljótt hverfa.
Ekkert að því að greyjið skoði gleraugun.
Næst tók hann þá upp á því að reyna að narta í mig og fannst mest spennandi skrítni dökki bletturinn á hálsinum á mér...svokallaður fæðingarblettur.
Eins og oft vill verða með fæðingabletti þá vildi hann ekki losna svo auðveldlega en páfagaukurinn gafst ekki upp og hélt hann áfram að reyna að gogga hann af hálsinum á mér.
Á meðan reyndi ég að halda kúlinu og leyfa Guðnýju að ná góðri mynd í símann sem tók heila eilífð fyrir mér.
Loks gafst ég upp á skerandi sársaukanum í hálsinum og spurði afgreiðsludömuna pent hvort að það væri ekki einhver mannúðleg leið til að ná þessum fiðurfénaði af öxlinni á mér áður en hann æti mig lifandi.
Hér getið þið séð þessa hryllilegu árás í myndum.

miðvikudagur, mars 15, 2006


Var að borða geðveikt góða pítsu sem Guðný gerði en setti soldið mikið af hvítlauksolíu.
Finnst ég hafa heyrt að til að losna við andfýlu(hvítlaukslykt) sé hægt að borða smá kanil. Þá bara smá, ekki eins og í 70 mínútum.
Er það bara rugl í mér?
Krakkarnir verða líklegast bara að þola andfíluna á morgun.
Það er ekki eins og þau séu ekki vön hinni klassísku kaffi og sígarettu andfýlunni og þar sem ég nota hvorugt þá má ég éta hvítlauk.

mánudagur, mars 13, 2006


Þá er fyrsta kennsludeginum lokið hjá manni í þessari tveggja vikna æfingakennslu.
Allt gekk eins og í sögu þó svo einni hafi verið hrint á töfluna og á ruslatunnu og hún svarað fyrir sig með hnefahöggi, einn tekið karate spark á milli herðablaðanna á einum og ein komið úr frímínútum með sprungna vör.
Þetta þykir ekki mikið í þessum bekk.
Spurning um að fjárfesta í stuðbyssu og gefa þeim bara raflost ef þau eru með stæla. Það færi allavega betur með röddina.

sunnudagur, mars 12, 2006


Skellti mér á fótboltaæfingu í Safamýrinni sem var hressandi þó það væri rigningalegt.
Það er þó eitt sem ég skil ekki.
Það þekkja allir regnstakkana sem allir íþróttamenn eiga sem skrjáfar rosalega í.
Þeir eru vatnsheldir...sviti er vatn.
Ég var rennblautur þegar ég var búin á æfingu en það rigndi ekkert.
Spurning um að muna þetta næst og sleppa þessu b-vítans stakk.

laugardagur, mars 11, 2006



Mikið gekk á í undirbúningi fyrir árshátíðina.
Hann Jói Skagfjörð félagi minn skrifaði svo smá samantekt á þessu öllu og sitt álit.
Endilega kíkið á þetta undir færslunni:
Siðlaus árshátíðarnefnd eða móðursjúkir feministar?
Skellið svo inn kommenti ef þið þorið.
Óttinn við feministanna er farinn að minna ískyggilega mikið á nornaveiðarnar forðum eða jafnvel spænska rannsóknarréttinn.
Ef þið þorið ekki þá megið þið kommenta hjá mér í staðinn.
Vonandi verða ekki eins mikil læti út af þessari skopmynda og þessari af spámanninum umtalaða.

Friður sé með yður

Skellti mér á árshátíðina í KHÍ og kappinn var heitur!
Hérna er ég að bræða eina myndavélina.




Þá er maður bara fluttur hingað.
Vonandi verð ég duglegri að blogga hérna.
Ef ekki þá finn ég einhverja afsökun.