þriðjudagur, maí 08, 2007

Tilefni til bloggskrifa!
Já gott fólk maður er nú ekki búinn að skrifa oft hér en það hefur þó gerst þegar tilefni er til.
Nú er aldeilis tilefni því í dag skilaði ég seinasta verkefni mínu í Kennó og er því óformlega búinn með kennarann!
Ég er búinn að rembast í gegnum heila B.Ed. ritgerð sem er alveg einstaklega leiðinlegt ferli sama hvað námsþyrstir eldriborgarar segja. Maður er einfaldlega búinn að fá nóg eftir um 20 ára
skólagöngu.
Það er samt margt sem maður á eftir að sakna við skólan en það er aðalega það að hanga í matsalnum og spjalla frekar en mæta í tíma og læra.
Nóg um það. Veturinn loksins búinn og sumarið að koma.
Ég er búinn að finna stuttbuxurnar í fataskápnum og sólgleraugun. Nú er bara að bíða eftir að hitinn fari yfir 10 gráðurnar.
Best að enda þetta á mynd af flottustu frændunum. Maður er strax farin að kenna.