mánudagur, apríl 24, 2006

Kominn heim í kuldann.
Kom heim með eitthvað leiðindar kvef og er enn með hellur frá því í fluginu.
Nenni ekki að segja neitt þannig að ég ætla að gera tvennt:
Sýna ykkur hvað gerist þegar maður hefur of mikinn tíma og ekkert að gera. Í þetta skipti var það á Stansted.

Jájá gaman að þessu.
Svo vill ég benda fólki á úrvals lag sem kætir og bætir.
Það er eftir Brynjar Má Rappara/DJ sem er einna frægastur fyrir glæsilega framistöðu í forkeppni Evróvisionkeppninar með sving/rapp lagið 100% eða e-ð álíka. Frábær blanda. Svipað og mæjones með harðfiski eða kók með kókosbollum.
Slóðinni er stolið af bloggsíðu Sigurjóns félaga míns sem kann að meta svona tónlist.
Lagið Your Beautifull í íslenskri þýðingu

þriðjudagur, apríl 18, 2006

When in Rome...
Þá er farið að styttast í heimferðina. Það er ekki búið að vera eins mikil sól seinust tvo daga en samt 20 gráðu hiti. Á morgun á þó að vera mikil sól og yfir 25 gráður. Þá er stefnan tekin niður á strönd eða í vatnsleikjagarð.
Við erum búin að flakka mikið um borgina á bíl, strætó, metro og gangandi. Í dag fórum við í dýragarðinn og þar var mikið fjör. Ljónið öskrandi og flóðhestranir að slást.

Svo var einn asni í stuði. Hér er mynd af tólinu hans sem hann var að viðra.

Eftir svona sjón varð maður að fá sér ís.

Svo varð maður auðvitað að skoða allar rústirnar og hér er ég á hinum upprunalega Appia antica sem er 2000 ára gamall vegur sem Rómverjar lögðu niður eftir allri Ítalíu.

Það er munur að hafa alla þessa þræla.
Spurning um að lögleiða þrælahald heima og klára að malbika allan hringveginn og vestfirðina í leiðinni.

laugardagur, apríl 15, 2006

Mt. Everest hvað!?
Í dag var farið í stóran almenningsgarð í Róm með vatni í miðjuni og einhverjum brjáluðum fossum sem runnu ofan í það og gosbrunnar út um allt.
Rétt þegar við vorum að komast þangað þá varð á vegi okkar götumarkaður. Æj æj. Þar misstum við Guðnýju í svona einn og hálfan tíma og sópaði hún að sér alskyns dýrgripum. Ég hinsvegar keypti mér forlátar stuttbuxur sem kostuðu 180 kr. og spókaði mig um í þeim einum fata í garðinum eins og sannur fölbleikur Íslendingur. Eftir smá sólbað var farið á hjólabát og þar sem nær engir túristar eru komnir í borgina vorum við ein á vatninu að spóla í kringum gosbrunna.
Síðan hófst alvaran. Eftir smá ís átti að fara að finna einhverja verslunarmiðstöð. Eftir 3 tíma, nokkrar lestarferðir og örugglega 20 km göngu í steikjandi sólinni gáfumst við upp og fórum heim.
Bara fyrir þá sem eru að fara að ferðast. Verið með kortaBÓK ekki svona kort sem flettist út. Að standa eins og hálfviti með risastórt kort sem þrír þurfa að halda er ekki kúl og bíður upp á bögg frá vasaþjófum og betlurum.
Best að fara að grilla ódýrt eðalkjöt og drekka ódýrt vín og safna kröftum.
Á morgun er nefnilega stærsti útimarkaður Evrópu og þar þarf ég mikla þolinmæði því Guðný er búin að bíða eftir þessu síðan fyrir tveimur árum þegar við voru hérna seinast.
Og fyrir þá sem voru að spá hve heitt það er þá er klukkan sjö og sólin að setjast og mælirinn sýnir 21.3 gráður.

föstudagur, apríl 14, 2006

Sólin er að steikja mig trallalalala...
Já hér er nú blessuð blíðan.
Búið að vera um og yfir 20 gráður síðan við komum og sólgleraugun varla tekin niður nema rétt til að leggja höfuðið á koddann.
Við erum að bralla ýmislegt. Rölta um miðbæinn, fara á götumarkaði og borða ís.
Á morgun er stefnan sett niður á strönd svona til tilbreytingar.
Annars var ég vitni af tveimur skemmtilegum hlutum í fyrsta skipti.
Það fyrra var á flugvellinum á Stansted á meðan við biðum eftir fluginu til Rómar. Þá settist einhver róni við hliðina á mér í sólinni við stórann glugga. Sólin var nokkuð sterk og á gólfinu lá stór súkkulaðibiti sem var hálf bráðnaður. Ég renndi hýru auga til bitans enda páskaeggjarveikin farin að kvelja mann. Ég leit þó undan í andartak og þá var róninn búinn að ræna bitanum af gólfinu fyrir framan mig og sat þarna og sleikti puttana. Helvítis þjófurinn!
Svona núna áðan var ég einn að versla í matinn í matvörubúð hér í bæ.
Ég var í miðju kafi við að finna e-ð ætilegt þegar mjög Ítölsk miðaldra kona í pels og með svaka sólgleraugu varð á vegi mínum á einum ganginum. Hún brosti til mín og ég brosti og þóttist ekki ætla að troða mér framhjá. Fannst það soldið dónalegt. Ákvað bara að bíða og þóttist skoða í hillunni. Hún rölti af stað og ég á eftir en allt í einu byrjar jörðin að nötra. Mafíufrúin hafði rekið kröfuglega við beint á saklausan Íslendinginn fyrir aftan sig. Mér brá en ég lét sem ekkert væri og reyndi að hlæja ekki en hvað gerir hún þá! Hún prumpar aftur og aftur og aftur! Hún bremsaði bara þarna eftir ganginum hjá ólivolíunum hátt og greinilega eins og ekkert væri sjálfsagðara!
Þá tók ég á sprett fyrir hornið og hláturinn glumdi um búðina. Ég hló á íslensku þannig að hún skildi örugglega ekkert.
Já það er margt sem kemur á óvart í Rómarborg.
Kv. Atlius Sólbleikus

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Ef einhver á auka síðarnærbuxur þá má alveg henda þeim inn um lúguna hjá mér.
Þetta er nú samt að birta til hjá manni.
Er á leiðinni til Rómar þann 12. og þar er sko hitinn kominn í rúmar 20 gráður yfir daginn.

Þarna er Hannes, bróðir Guðnýjar, fyrir framan Coloseum að láta aflífa sig.
Spurning um að sækja um starf sem rómverskur riddari í sumar. Hanga fyrir utan Coloseum með strákúst á hausnum og aflífa túrista.

laugardagur, apríl 01, 2006

Stórfrétt!
Haldið að við skötuhjúin höfum ekki keypt okkur íbúð!
Fundum þessa frábæru íbúð að Ránargötu 42 (ris)og ákváðum að skella okkur á hana. Hún var laus um leið og erum við því í sólinni að mála og laga hitt og þetta.
Þar sem við erum í sumarskapi á þessum sólríka degi þá er öllum boðið að koma við og kíkja á herlegheitin og fá jafnvel hjá okkur kaffi eða kók í plastglasi í nýja eldhúsinu okkar.