miðvikudagur, janúar 10, 2007

Finnst eins og ég eigi að vera að gera eitthvað!
Guðný byrjuð að vinna alla daga og skólinn eiginlega byrjaður hjá mér en samt ekki.
Á að vera að vinna að lokaverkefni þessa viku en kemst ekki lengra nema funda með kennara og það er e-ð að dragast.
Þetta lokaverkefnis rugl er maður búinn að mikla svo fyrir sér. Alltaf heyrt um að í lok háskólanáms skrifar maður svaka ritgerð sem sumir verða geðveikir af að gera.
Svo eru þetta skitnar 3 einingar hjá okkur upp í kennó.
Ég sit því heima og bora í nefið og hugsa á ég ekki að vera að gera e-ð?
Þetta er örugglega tilfinningin sem rithöfundar fá þegar þeir vita að jólin nálgast og þeir eru ekki byrjaðir á bókinni sem endar í því að þeir skrifa e-ð drasl eins og "Draugar vilja ekki dósagos".
Það er samt ekki eins og einhver þurfi að kaupa ritgerðina mína.
Ég geri bara betur á morgun.

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Nýtt ár, ný færsla
Ég ákvað svona í tilefni ársins þá væri fínt að skella inn eins og einni færslu.
Ég nenni ekki að gera svona uppgjör þannig að þið verðið að leyta annað til að svala þorsta ykkar í samantektir.
Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta stórmerkilegur dagur. Ég og systir mín erum nefnilega 25 ára í dag. Ég hef nú verið að reyna að sleppa við allt húllumhæ í kringum þetta en úr varð ein lítil fjölskyldumáltíð.
Það kom nú eitt fræbært úr því öllu og það var gjöfin sem ég fékk.
Maður er víst á leiðinni á leik!
Liverpool-Everton 3. Febrúar!!!!!!!!!
Alveg hreynt magnað! Gerist ekki betra.
Meira var það ekki. Þurfti bara aðeins að monta mig.