Af vinnandi manni
Ég sá fyrir mér gott sumar í sól upp í lyftu utan á blokk en í staðinn þarf ég að fara lengst upp í Grafarholt í rigningu og vinna inni við að slípa veggi og sprauta málningu. Um leið og maður kláraði eina íbúð þá beið önnur. Blokkin sem ég var að vinna í kláraðist samt í vikunni en hvað þá...
labbað yfir í blokkina hliðiná og byrjað á henni jibbíí!!!
Annars hefur maður verið að flakka aðeins um helgar og svo sparka í bolta. Okkur gengur nokkuð vel í boltanum en mér tókst að brjóta á mér puttan í seinasta leik sem var þó ekkert það slæmt og hamlar manni ekki í vinnuni.
Það sem maður horfir núna til er ferð á LISTEN ráðstefnu í Þrándheimi í Noregi með skólanum strax eftir versló sem þýðir að það er bara ein vika í 9 daga frí hjá mér!
Svo er sumarið bara búið eftir það. Þetta nær náttúrulega engri átt!