mánudagur, maí 22, 2006

Ái!
Var að klára fyrsta vinnudag sumarsins og ég var að vona að það myndi byrja á rólegu nótum en það var að sjálfsögðu ekki.
Það þýðir að ég var að pússa veggi og loft í allan dag. Kannski svipað og að skúra nema upp í loft og í staðin fyrir að draga úr skítnum þá var ég að auka hann.
Er því með svakalegar harðsperrur og blöðrur en búinn að snýta úr mér allt rykið.
Gleðilegt sumar eða hvað?

miðvikudagur, maí 10, 2006

Nú er maður byrjaður að læra fyrir seinna prófið sem er Rúmfræði.
Það er þó margt annað sem maður er með hugan við og aðaleg þá sumarið.
Ég er búinn að ákveða að slá bróðir mínum út í grillöfgum og reyna að grilla minnst þrisvar í viku.
Örn var með yfirlýsingar seinasta vor sem ég held að hann hafi enganvegin staðið við.
En á þessum bænum er grillun tekin alvarlega og var grillað í gær og svo er græjan að hitna í þessum töluðu orðum.
Það er bara svo miklu skemmtilegra að standa við grillið en inn í eldhúsinu og svo skiptir varla máli hvað maður gerir við matinn hann er alltaf góður grillaður!
Verst hvað sumarið er stutt, kannski maður grilli bara fram að jólum í ár. Það er ekkert sem segir að það megi ekki. Þetta er eins og þær kjánalegu reglur að drekka bara jólaöl á jólunum og borða bara páskaegg um páskanna! Það er fáránlegt! Ef eitthvað er gott þá á ekki bara að borða það einu sinni á ári og éta svo hafragraut og skyr restina af árinu.
Þá segir alltaf einhver "Þetta er svo gott af því að maður fær þetta svo sjaldan. Að borða það oftar myndi skemma tilfinninguna og gleðina" BULL!
Ég ætla að fara að gera uppreisn gegn svona rugli og í haust þegar snjórinn byrjar að falla ætla ég að standa við grillið og sötra malt og appelsín.
Næstu páska ætla ég svo að kaupa kassa af páskaeggjum og gæða mér á því í sólbaði um sumarið.
Hafiði það!

fimmtudagur, maí 04, 2006


Ég var að spá í hvort ég væri einn um það að...
Þegar ég er að keyra sem er ekki það oft og einhver er með mér í bílnum og við erum að tala mikið saman eða þá að ég er að segja frá einhverju og svo púff...maður er allt í einu kominn á leiðarenda.
Það er ekkert slæmt að þetta líði hratt en það sem verra er þá man ég næstum ekkert eftir ferðinni og hvernig ég kom okkur þangað.
Þá er ég ekki að meina að ég sé alveg tómur og muni alls ekkert heldur svona líður þetta hjá án þess að ég taki eftir neinu. Ég bara keyri án þess að hugsa!
Oft þá hugsa ég eftirá...sjit djöfull var ég heppinn að lenda ekki í neinu.
Um daginn sótti ég m & p á flugvöllinn og í bakaleiðinni þá voru þau að segja mér frá ferðinni og ég að segja þeim hvað gerðist í Róm og allt í einu vorum við komin heim! 45 mín. horfnar!
Kannski er bara fínt að ég sé á strætó.

þriðjudagur, maí 02, 2006

Það ættu að vera próf oftar því maður kemur svo mörgu í verk sem maður hefur alltaf ætlað sér að gera en aldrei haft tími fyrir.
Sem dæmi má nefna þá þrifum við húsið að utan í gær. Sápuðum gluggana og smúluðum allt höllina. Nú sést út um gluggana og við getum ekki slitið okkur frá þeim.
Nú þarf ætla ég að fara að horfa á Dr. Phil og gera meira annað en að læra.